

Tilgangur Samfélagsklasans er að efla samfélagslega nýsköpun á Íslandi með áherslu á inngildingu og valdeflingu jaðarsettra hópa.
Markmið okkar er að skapa betra samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum!
Við komum hugmyndum að betra samfélagi í framkvæmd
Af hverju samfélagsklasi?
-
Það vantar meiri snerpu og aukið samtal við að leysa flókin samfélagsleg málefni
-
Það skortir samvinnu á milli einkageirans og hins opinbera
-
Við, sem samfélag, erum ekki að þróa samfélagslegar lausnir í takt við þá tæknilegu þróun sem hefur orðið og verður í auknum mæli áfram
-
Við erum oft að vinna eftir úreldum mælikvörðum og aðferðarfræði
-
Við þurfum að tala minna og gera meira
Samfélagsrýni
Við rýnum í orðræðu, rannsóknir og úrræði út frá sjónarhorni jaðarsettra. Þannig komum við auga á þær áskoranir sem nauðsynlegt er að bregðast við
Við virkjum samtal og samvinnu - þvert á geira, stofnanir og sérsvið
Rétta teymið
Við trúum að fjölbreytt teymi, með jákvæðni og nýsköpunarhugsun að leiðarljósi, geti leyst flókin samfélagsleg verkefni
Við setjum saman rétta teymið
Skapandi lausnir
Við nýtum okkur aðferðarfræði nýsköpunar og hönnunar við að skapa sjálfbærar lausnir við samfélagslegum áskorunum
Við sköpum lausnir og tilraunaverkefni - komum þeim í framkvæmd og lærum af þeim
Nýir mælikvarðar
Við teljum að mælikvarðar á t.d. hamingju og velferð verði mun mikilvægari á næstu áratugum.
Markmiðið er að valdefla og virkja jaðarsetta hópa samfélagsins - þannig sköpum við betra samfélag
